Erlent

Útfararstjórar í New York sekir

Sjö bandarískir útfararstjórar hafa játað aðild að líffæraþjófnaði úr líkum, að því er saksóknari í New York greindi frá í gær. Líffærin, meðal annars bein og húð, voru síðar seld til líffæraflutninga án samþykkis aðstandenda hinna látnu.

Útfararstjórarnir hafa jafnframt samþykkt að vinna með yfirvöldum að lausn málsins, en ekki kom fram hvaða ákærur hverjum voru birtar. Ljóst þykir að mun fleiri útfararstjórar í New York-ríki tengist málinu, að sögn Charles Hynes, saksóknara í Brooklyn.

Verði útfararstjórarnir fundnir sekir, geta þeir átt von á allt að 25 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×