Erlent

Henda borðum í árásarmenn

Í nokkrum grunnskólum í Texas verða nemendur þjálfaðir í að ráðast gegn vopnuðum árásarmönnum. Börnin eigi að notfæra sér fjölda sinn til þess að yfirbuga árásarmanninn um leið og hann stígur fæti inn í skólastofuna. Þetta kemur fram á vef fréttastofunnar ABC.

Í kennslumyndbandi er nemendum kennt að henda öllu lauslegu, meðal annars bókum, borðum og stólum, í byssumanninn til að yfirbuga hann.

„Fimmtán skólabörn geta verið gífurlega öflugt vopn,“ sagði Robin Browne, einn leiðbeinenda við skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×