Erlent

Kannast ekki við ummælin

pútín og rice Utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsótti Moskvu í gær, meðal annars til þess að ræða málefni Norður-Kóreu. Hér er hún ásamt Vladimír Pútín, forseta Rússlands.
pútín og rice Utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsótti Moskvu í gær, meðal annars til þess að ræða málefni Norður-Kóreu. Hér er hún ásamt Vladimír Pútín, forseta Rússlands.

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist ekki kannast við að leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-il, hafi beðist afsökunar eða lofað að engar fleiri kjarnorkutilraunir yrðu gerðar. Fréttir af afsökunarbeiðni Jong-ils voru birtar í suðurkóreskum fjölmiðlum í fyrradag.

Tang Jiaxuan, sendifulltrúi Kína, sem hafði nýlega hitt Kim Jong-il sagði mér ekki frá því að Jong-il hefði látið þessi orð falla, sagði Rice eftir fund í Peking, höfuðborg Kína. Hún sagðist ekki vita hvaða heimildir þeir suðurkóresku fjölmiðlar sem héldu öðru fram hefðu.

Rice heimsótti Moskvu í gær meðal annars til að ræða málefni Norður-Kóreu. Rússland er fjórða landið sem hún heimsækir til þess að tryggja stuðning við samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Áður hafði hún rætt við stjórnvöld í Japan, Suður-Kóreu og Kína.

Eftir fundinn sagði utanríkisráðherrann að skjót ákvörðun um alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu gæti flýtt fyrir því að aðgerðir gegn Írönum, vegna kjarnorkuáætlana þeirra, fáist samþykktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×