Erlent

Fimmtán tonn vímuefna tekin

Ópíumakur í Afganistan
Ópíumakur í Afganistan

Lögregluyfirvöld í Afganistan hafa náð 15 tonnum af eiturlyfjum á síðastliðnum tíu dögum í skipulögðu átaki gegn eiturlyfjasmyglurum.

Af eiturlyfjunum voru átta tonn af marijúana, eitt tonn af heróíni og sjö tonn af ópíum. Þess má geta að 59 prósenta aukning hefur orðið á ópíumræktun í Afganistan sem hefur gefið af sér 6.100 tonn eða sem nemur 92 prósentum af heimsframleiðslu.

Talið er að allt að 2,9 milljónir Afgana, eða 12,6 prósent landsmanna, séu viðriðnar ópíumræktun. Vonast lögreglan til að ný áróðursherferð fækki þeim eitthvað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×