Erlent

Óttast að óeirðir brjótist út

hitamál í Bretlandi Andlitsblæjur múslimskra kvenna vekja enn deilur.
hitamál í Bretlandi Andlitsblæjur múslimskra kvenna vekja enn deilur. MYND/Getty/Nordicphotos

Deilurnar í Bretlandi um andlitsblæjur múslimskra kvenna hafa harðnað og gætu brotist út í óeirðum. Þetta er álit Trevors Philips, sem er formaður bresku kynþáttajafnréttisnefndarinnar, sem er óháð en ríkisrekin nefnd í Bretlandi.

Deilurnar hófust fyrir fáeinum vikum þegar Jack Straw utanríkisráðherra krafðist þess að múslimskar konur, sem kæmu á skrifstofu hans, tækju niður blæjuna.

Philips telur að óeirðir nú verði verri en fyrir fimm árum þegar óeirðir brutust út milli ungmenna í norðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×