Erlent

100 indverskir nemar horfnir

Eitt hundrað indverskir nemendur hafa horfið sporlaust í Svíþjóð. Þetta kom fram á fréttavef sænska blaðsins Dagens Nyheter í gær.

Ungmennin sóttu um leyfi til náms í Svíþjóð, en eftir að þau komu til landsins á síðustu vikum og mánuðum, hefur ekkert til þeirra spurst og fæst mættu á tilskyldum tíma í skólann.

Sænsk yfirvöld óttast að fólkið hafi greitt offjár til indverskrar umboðsskrifstofu sem hafi komið þeim inn í landið og að eigandi hennar hafi nú einnig horfið með féð í vasanum, en samtals höfðu nemarnir lagt út á milli 60.000 og 70.000 sænskar krónur.

Talið er að fólkið sé í felum í Svíþjóð eða öðrum Schengen-löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×