Erlent

Sendiskrifstofa í undirbúningi

Valgerður Sverrisdóttir
Valgerður Sverrisdóttir

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun í dag ræða við danska og færeyska ráðamenn um áform um að opna íslenska sendiskrifstofu í Færeyjum.

Valgerður staðfesti við Fréttablaðið í gærkvöld að þetta yrði á dagskrá viðræðna hennar við utanríkisráðherra Danmerkur og lögmann Færeyinga í dag.

Í tilefni af því að í dag gengur í gildi samningur um að gera Ísland og Færeyjar að einu markaðssvæði munu Valgerður og Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyinga, efna til móttöku í íslenska sendiráðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×