Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. nóvember 2024 20:05 Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og bóndi á Stokkseyrarseli við póstkassann, sem krummarnir eru duglegir að opna þegar þau Sigurður Torfi sjá ekki til þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum. Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og Sigurður Torfi Sigurðsson, rafvirki og járningameistari búa á bænum Stokkseyrarseli, sem er skammt frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau hafa tekið eftir því að póstkassinn þeirra hefur verið meira og minna opinn síðustu vikurnar, þrátt fyrir að vera kyrfilega lokað af póstinum og þeim sjálfum. Tætt bréf eru við kassann og stundum búið að opna umslögin. „Krummi getur opnað hjá okkur póstkassann, hann er náttúrulega forvitinn fugl. Hann rífur upp bréfin og skilur síðan eða tætir niður bréfin sjálf, hann tekur bréfin út úr umslögunum og tætir þau niður og skilur þau eftir á víðavangi og meira að segja líka ofan á girðingarstaurum líka þar sem hann getur komið því fyrir,” segir Ragnhildur og brosir út í annað. Ragnhildur segist vera viss um að hér séu um nokkra krumma að ræða, sem hjálpist við að opna póstkassann enda hefur hún staðið þá að verki við verknaðinn. Nokkrir krummar við póstkassann.Aðsend „Já, þetta er nýr póstkassi og hann er ekkert að opna að sjálfum sér. Þeir hafa einhvern vegin náð að læra að opna hann. Ein hugmyndin er að snúa honum við því að þá er kannski erfiðara að opna hann neðan frá og upp, það er kannski bara einfaldasta lausnin,” segir hún. Hvað finnst þér um að krummi sé að lesa reikningana þína? „Ef hann myndi borga þá líka þá væri það nú kannski bara í lagi. Nei, þetta er náttúrulega ekki auðvelt, maður missir kannski af einhverjum bréfum, sem maður þarf að bregðast við. Og þetta gerir okkur lífið aðeins erfiðara en maður getur ekki annað en dáðst að þessum skepnum, þetta er náttúrulega alveg frábærlega gáfuð skepna,” segir Ragnhildur. Þannig að þú ert bara hrifin og skotin í krumma? „Já, ég skýrði dóttir mína Hrafnhildi,” segir hún hlæjandi. Einn af grunuðu krummunum vegna póstkassamálsins á Stokkseyrarseli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Pósturinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og Sigurður Torfi Sigurðsson, rafvirki og járningameistari búa á bænum Stokkseyrarseli, sem er skammt frá Eyrarbakka og Stokkseyri. Þau hafa tekið eftir því að póstkassinn þeirra hefur verið meira og minna opinn síðustu vikurnar, þrátt fyrir að vera kyrfilega lokað af póstinum og þeim sjálfum. Tætt bréf eru við kassann og stundum búið að opna umslögin. „Krummi getur opnað hjá okkur póstkassann, hann er náttúrulega forvitinn fugl. Hann rífur upp bréfin og skilur síðan eða tætir niður bréfin sjálf, hann tekur bréfin út úr umslögunum og tætir þau niður og skilur þau eftir á víðavangi og meira að segja líka ofan á girðingarstaurum líka þar sem hann getur komið því fyrir,” segir Ragnhildur og brosir út í annað. Ragnhildur segist vera viss um að hér séu um nokkra krumma að ræða, sem hjálpist við að opna póstkassann enda hefur hún staðið þá að verki við verknaðinn. Nokkrir krummar við póstkassann.Aðsend „Já, þetta er nýr póstkassi og hann er ekkert að opna að sjálfum sér. Þeir hafa einhvern vegin náð að læra að opna hann. Ein hugmyndin er að snúa honum við því að þá er kannski erfiðara að opna hann neðan frá og upp, það er kannski bara einfaldasta lausnin,” segir hún. Hvað finnst þér um að krummi sé að lesa reikningana þína? „Ef hann myndi borga þá líka þá væri það nú kannski bara í lagi. Nei, þetta er náttúrulega ekki auðvelt, maður missir kannski af einhverjum bréfum, sem maður þarf að bregðast við. Og þetta gerir okkur lífið aðeins erfiðara en maður getur ekki annað en dáðst að þessum skepnum, þetta er náttúrulega alveg frábærlega gáfuð skepna,” segir Ragnhildur. Þannig að þú ert bara hrifin og skotin í krumma? „Já, ég skýrði dóttir mína Hrafnhildi,” segir hún hlæjandi. Einn af grunuðu krummunum vegna póstkassamálsins á Stokkseyrarseli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Pósturinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira