Erlent

Borpallur og áhöfn í hættu

Norski olíuborpallurinn Bredford Dolphin var á reki í Norðursjó í gær með 75 manns innanborðs í miklu roki og öldugangi. Dráttarbátur var með borpallinn í eftirdragi þegar togvírarnir slitnuðu á þriðjudaginn, en veður var þá afar slæmt. Draga átti pallinn frá Noregi til Póllands vegna viðhalds og endurnýjunar.

Veður var tekið að lægja í gær og áhöfnin talin úr hættu, en óvíst var með afdrif mannanna meðan pallinn rak stjórnlítinn fyrir veðri og vindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×