Erlent

Rannveig móðgar Færeyinga

Rannveig Guðmundsdóttir hvatti færeyska Lögþingið til að bæta réttarstöðu samkynhneigðra.
Rannveig Guðmundsdóttir hvatti færeyska Lögþingið til að bæta réttarstöðu samkynhneigðra.

Jógvan á Lakjuni, þingmaður íhaldsmanna á færeyska lögþinginu og samstarfsráðherra Norðurlanda í færeysku landsstjórninni, sakaði Rannveigu Guðmundsdóttur, þingmann Samfylkingarinnar, í gær um að hafa móðgað færeysku þjóðina með framgöngu sinni í umræðu á Norðurlandaráðsþingi um réttindi samkynhneigðra í Færeyjum.

„Það er ekki sanngjarnt að halda því fram, út frá einu tilviki í Þórshöfn, að Færeyingar mismuni fólki, hæðist að því og ofsæki. Það gerum við ekki,“ segir Jógvan í samtali við Fréttablaðið.

Rannveig talaði ásamt fleiri þingfulltrúum fyrir ályktun þar sem færeyska Lögþingið er hvatt til að bæta réttarstöðu samkynhneigðra þarlendis. Jógvan frábiður sér slík afskipti af færeyskum innanríkismálum. Hann sakar jafnframt danska fjölmiðla um að leggja sig fram um að fjalla um færeysk málefni á neikvæðum nótum. Þetta mál væri dæmi þar um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×