Erlent

Georgíumenn borgi tvöfalt

Gela Bezhuashvili Utanríkisráðherra Georgíu.
Gela Bezhuashvili Utanríkisráðherra Georgíu.

Ráðamenn ríkisrekins gasfyrirtækis í Rússlandi, Gazprom, tilkynntu í gær að þeir myndu meira en tvöfalda verð á gasi sem þeir selja til nágrannaríkisins, Georgíu.

Utanríkisráðherra Georgíu, Bela Bezhuashvili, tilkynnti á blaðamannafundi að hann hefði þó fengið loforð um að Rússar myndu ekki loka á gasflutning til landsins, líkt og þeir gerðu við Úkraínu fyrr á þessu ári. Samskiptin milli Georgíu og Rússlands hafa verið afar stirð undanfarið, og bætir þessi ákvörðun líklega ekki ástandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×