Erlent

Sakaður um að tímasetja fréttir

Lene Espersen
Dómsmálaráðherra Dana.
Lene Espersen Dómsmálaráðherra Dana.

Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, hefur verið sökuð um að tímasetja frétt af ökuskírteinismissi sínum þannig að lítið bæri á henni í fjölmiðlum, segir í frétt Nyhedsavisen.

Hinn 23. október missti Espersen bílprófið og var dæmd til að greiða 1.500 danskar krónur í sekt fyrir að aka á skellinöðruknapa í september.

Ráðuneytið beið hins vegar með að segja frá dómi ráðherrans þar til þremur dögum síðar, og kom fréttatilkynningin klukkutíma eftir að hirðin tilkynnti að María krónprinsessa ætti von á barni.

Því fór minna fyrir fregninni en annars hefði verið, að sögn danskra fréttaskýrenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×