Karlmaður dæmdur í eins árs fangelsi 14. nóvember 2006 00:45 Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru í eftirlitsferð inn á skemmtistaðinn og höfðu afskipti af manninum sem hafði komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Maðurinn reiddist er annar lögreglumannanna ætlaði sér að athuga hvað hann væri með í vinstri hendi sinni og tók hann lögreglumanninn þá hálstaki, sneri hann niður í gólfið og veitti honum þungt hnefahögg. Lögreglumaðurinn fékk djúpan skurð í vörina og hlaut tognunaráverka á hálsi og kjálka. Í dómnum kemur fram að við handtökuna hafi hópast að lögreglumönnum nokkur fjöldi manna og spörkuðu einhverjir í lögreglumennina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur aldrei komið í ljós hverjir voru þar að verki. Maðurinn var fyrst dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, í mars 2003 fyrir líkamsárás. Í desember 2004 var maðurinn aftur dæmdur fyrir líkamsárás, að þessu sinni í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Í október í fyrra var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnalagabrot. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð og þykir „með vísan til sakaferils hans ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti", eins og segir orðrétt í dómnum. Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Tuttugu og fimm ára karlmaður var í gær dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann á skemmtistaðnum Kaffi Akureyri, að kvöldi 31. desember í fyrra. Einnig var maðurinn fundinn sekur um að hafa í fórum sínum rúmlega tvö grömm af amfetamíni. Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru í eftirlitsferð inn á skemmtistaðinn og höfðu afskipti af manninum sem hafði komið við sögu lögreglu áður vegna ofbeldis- og fíkniefnamála. Maðurinn reiddist er annar lögreglumannanna ætlaði sér að athuga hvað hann væri með í vinstri hendi sinni og tók hann lögreglumanninn þá hálstaki, sneri hann niður í gólfið og veitti honum þungt hnefahögg. Lögreglumaðurinn fékk djúpan skurð í vörina og hlaut tognunaráverka á hálsi og kjálka. Í dómnum kemur fram að við handtökuna hafi hópast að lögreglumönnum nokkur fjöldi manna og spörkuðu einhverjir í lögreglumennina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri hefur aldrei komið í ljós hverjir voru þar að verki. Maðurinn var fyrst dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, í mars 2003 fyrir líkamsárás. Í desember 2004 var maðurinn aftur dæmdur fyrir líkamsárás, að þessu sinni í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár. Í október í fyrra var maðurinn dæmdur í tíu mánaða fangelsi, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, fyrir fíkniefnalagabrot. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð og þykir „með vísan til sakaferils hans ekki fært að skilorðsbinda refsinguna að neinu leyti", eins og segir orðrétt í dómnum.
Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira