Bretar spara í LÍ 15. nóvember 2006 09:30 Sigurjón Árnason er ánægður með árangurinn í Bretlandi. MYND/GVA Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjallað mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neytendadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikningseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í einhverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almennings frá grunni," segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann einfaldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavettvangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd," segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hafa síðastliðinn mánuðinn fjallað mikið um sparnaðarreikning Landsbankans í Bretlandi. Reikningnum, sem heitir Icesave og er einungis á netinu, var hleypt af stokkunum í Bretlandi fyrir rétt rúmum mánuði. Oftar en ekki er mælt sérstaklega með honum í sérstökum neytendadálkum í bresku pressunni. Reikningseigendur eru rúmlega 8.000 og fjölgar þeim dag frá degi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir erfitt að henda reiður á hversu margir reikningseigendur eru nákvæmlega því þeim fjölgar hratt. Hann er hæstánægður með árangurinn, ekki síst vegna þess að þessi þjónusta Landsbankans var stofnuð frá grunni í Bretlandi en var ekki keypt í fullum rekstri. „Mér finnst langmerkilegast að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki, í einhverjum skilningi, fer að veita þjónustu til almennings frá grunni," segir hann og bætir við að sér finnist viðbrögðin ótrúlega jákvæð en einungis þeir sem eru með bankareikning í Bretlandi geta byrjað að spara í netbanka Landsbankans þar í landi. Sigurjón bendir enn fremur á að nokkur atriði geri sparnaðarreikninginn aðlaðandi í augum þeirra sem vilji spara. Í fyrsta lagi sé hann einfaldur í notkun. Í öðru lagi vísar hann til Íslands. Á forsíðu vefjarins er mynd af íslenskri náttúru, mosa í svörtum sandi, en auk þess vísi litir í nafni reikningsins til íslenskrar náttúru. Litirnir eru allt frá ljósbláum út í grænan og fjólubláan. Tenging nafns netbankans við Ísland byggist á því góða orðspori sem Ísland nýtur á alþjóðavettvangi, að sögn Sigurjóns. „Við reyndum að ná fram öllu því jákvæða sem felst í Íslandi. Það er ákveðin ímynd af Íslandi í hugum Breta, að landið sé ferskt, kalt, svalt og með ákveðna náttúruímynd," segir Sigurjón og bætir við að bankinn hafi ákveðið að nýta sér það. Þá eru nokkuð góðir innlánsvextir á reikningnum í samanburði við aðra banka, að sögn Sigurjóns.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira