Á morgun, föstudag, verður opnuð ný verslun í gamla Alliance-húsinu að Grandagarði 2. Það er Saltfélagið sem stendur að baki versluninni en Saltfélagið samanstendur af Pennanum, Lumex, Te og kaffi og Eymundsson.
Í versluninni verður boðið upp á hönnunarvörur eftir þekkta hönnuði, húsgögn, lampa, gjafavöru, bækur, tímarit og tónlist. Þá verður kaffihús á staðnum.
Saltfélagið verður formlega stofnað í dag.