Þotueldsneyti hefur lækkað í verði um 25 prósent síðan í september að því er fram kemur á heimasíðu FÍB.
Samstíga hækkun flugfargjalda flugfélaganna Icelandair og Iceland Express hefur verið í umræðunni að undanförnu og hafa forsvarsmenn flugfélaganna haldið því fram að hátt eldsneytisverð skýri að hluta hækkun flugfargjalda.
Á heimasíðu FÍB er leitt að því líkum að lækkun eldsneytisverðs hljóti að skila sér í lækkun flug-fargjalda.