Þó svo að Sven-Göran Eriksson hafi ekki stýrt einum leik síðan að England datt úr leik á HM í Þýskalandi er hann enn með 1,7 milljónir í tekjur á dag frá enska knattspyrnusambandinu. Eru það bætur fyrir það að hann hætti tveimur árum en samningur hans rann út.
Ef hann tekur við nýju félagi má enska knattspyrnusambandið hætta að greiða honum laun. Sjálfur segist hann ekki vilja taka sér frí frá fótbolta en hefur þó ekki hafið störf á nýjan leik. - esá