Landnámssetur Íslands hlaut Nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar í gær fyrir vel útfærðar og vandaðar sýningar sem efla ímynd Íslands og eru til þess fallnar að efla ferðaþjónustu allan ársins hring.
Í tengslum við safnið er unnið með sögu landsins með leiksýningum, sögumönnum, námskeiðum og hlöðnum vörðum á helstu sögustöðum Egils sögu og víðar.
Tæknin er vel nýtt á sýningunum meðal annars með leiðsögn með lófatölvum.
Nýsköpunarverðlaunin voru afhent við athöfn á Hótel Holti.