Erlent

Afraksturinn þykir heldur rýr

Naíróbí, Ap Tveggja vikna loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí, höfuðborg Kenía, lauk í gær án þess að nein afgerandi niðurstaða fengist um framhaldið á útfærslu Kyoto-bókunarinnar.

Flestum meginmarkmiðum ráðstefnunnar var frestað þangað til á næsta ári, þegar haldin verður ný ráðstefna.

„Við sjáum ekki þá djörfu forystu sem þörf er á. Frekari tafir eru algjört ábyrgðarleysi," sagði Catherine Pearce frá umhverfissamtökunum Friends of the Earth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×