Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi ætlar að kanna hvort leita eigi eftir áliti Eftirlitsstofnunar EFTA vegna þess hvernig staðið var að gerð viljayfirlýsingar við hjúkrunarheimilið Eir um byggingu menningarmiðstöðvar í Grafarvogi.
Stefán telur viljayfirlýsinguna stangast á við fyrirliggjandi álit lögmanna Reykjavíkurborgar um að framkvæmdin sé útboðsskyld á Evrópska efnahagssvæðinu. Hann telur málsmeðferðina alla og skýringar borgarstjóra og formanns borgarstjórnar á henni, mjög gagnrýniverða.