Fjórir karlmenn veittust að karlmanni á sjötugsaldri og slógu hann í andlitið á Flugvallarvegi við Öskjuhlíð rétt fyrir miðnætti aðfaranótt laugardags. Fórnarlambið missti fjórar tennur og slasaðist á nefi í árásinni.
Karlmaðurinn var undir stýri á bíl sínum á Flugvallarvegi þegar mennirnir fjórir komu upp að bíl hans og spurðu hvort hann væri samkynhneigður og réðust á hann í kjölfarið.
Lögreglan í Reykjavík vinnur nú að rannsókn málsins en samkvæmt vitnisburði mannsins var árásin tilefnislaus.