Ekki víst að Kristinn taki sæti á listanum 19. nóvember 2006 08:00 Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Kristinn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheitunum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáherslur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félagshyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu." Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna forystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammistöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut." Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokksmenn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða." Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan möguleika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist." Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að undanförnu og að honum sótt úr mörgum áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæminu." Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með málefni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins." Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra er sigurvegari prófkjörs Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, sem einnig sóttist eftir fyrsta sætinu, féll niður í þriðja sætið en Herdís Sæmundardóttir varaþingmaður hlaut annað sætið eins og hún stefndi að. Kristinn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann tekur sæti á listanum og fullyrðir að bandalag hafi verið myndað gegn sér. Kristinn vill færa stuðningsmönnum sínum þakkir fyrir stuðninginn en ætlar að meta sína stöðu í rólegheitunum á næstu dögum. Hann segir niðurstöðuna skýra; málefnaáherslur flokksins í kjördæminu verði þær sem forysta flokksins hefur staðið fyrir. „Áherslunni á félagshyggju og manngildið, sem ég hef staðið fyrir, er hafnað með þessari niðurstöðu." Kristinn segist ekki hafa ákveðið hvort hann taki sæti á listanum og að það sé staðreynd að myndað var bandalag gegn honum. Kristinn segir einnig að stefna forystunnar hafi skilað verstu útkomu í sveitarstjórnarkosningum í sögu flokksins. „Það segir allt sem segja þarf um mat kjósenda á frammistöðu flokksins og það er miður að halda eigi áfram á sömu braut." Magnús Stefánsson segist fyrst af öllu vera mjög ánægður með sinn hlut og er ánægður með þátttökuna í prófkjörinu. „Það voru flokksmenn sem tóku þátt og tóku afstöðu til þeirra frambjóðenda sem voru í boði. Þetta er þeirra niðurstaða." Magnús segir að hann ætli ekki að taka þátt í umræðu um að bandalag hafi verið myndað gegn Kristni. „Við munum sækja fram og erum bjartsýn á árangur. Herdís virðist eina konan sem á raunhæfan möguleika á þingsæti í kjördæminu og við munum gera allt til að það náist." Herdís Sæmundardóttir þakkar sínu fólki stuðninginn heilshugar og er afar ánægð að hafa náð þeim árangri sem hún stefndi að. Hún segir róðurinn fram undan geta orðið þungan. „Flokkurinn hefur ekki mælst með mikið fylgi að undanförnu og að honum sótt úr mörgum áttum. En það er allt að vinna og flokkurinn er sterkur í kjördæminu." Herdís segir ekkert hæft í orðum Kristins um að bandalag hafi verið myndað gegn honum. „Ég leyni því ekki að ég hef ekki verið sátt með hvernig Kristinn hefur komið fram opinberlega með málefni flokksins og ég veit ekki hvaða meiningu hann leggur í það að ég eða aðrir séum handgengin forystu flokksins."
Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Sjá meira