Sjö ára fangelsi fyrir smygl 24. nóvember 2006 04:00 Tveir Litháar á fertugsaldri, Šarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að smygla 11,9 kílóum af amfetamíni til landsins í bíl, sem þeir fluttu hingað með ferjunni Norrænu í sumar. Mennirnir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Við tollskoðun ferjunnar færðu mennirnir VW Passat skutbíl með bresku skráningarnúmeri að grænu hliði, en þeir vissu ekki að hún, ásamt skráðum farþegum sem með henni kæmu, hefði verið valin í úrtak fyrir tollskoðun. Í ljós kom að Virunas var ekki á farþegalista heldur landi hans, Arvydas Kepalas, sem ekki var með í för, en hann var skráður eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Við skoðun bifreiðarinnar fundust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Við nánari leit fundust átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Við efnarannsókn reyndist vera um afar sterkt amfetamín að ræða. Hefði verið hægt að drýgja það og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni með ríflega 20 prósent styrkleika, til söludreifingar. Mönnunum, sem báðir hafa hlotið refsidóma í öðrum ríkjum, var jafnframt gert að greiða samanlagt eina og hálfa milljón í málsvarnarlaun og sakarkostnað. Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Tveir Litháar á fertugsaldri, Šarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að smygla 11,9 kílóum af amfetamíni til landsins í bíl, sem þeir fluttu hingað með ferjunni Norrænu í sumar. Mennirnir komu með Norrænu til Seyðisfjarðar 6. júlí. Við tollskoðun ferjunnar færðu mennirnir VW Passat skutbíl með bresku skráningarnúmeri að grænu hliði, en þeir vissu ekki að hún, ásamt skráðum farþegum sem með henni kæmu, hefði verið valin í úrtak fyrir tollskoðun. Í ljós kom að Virunas var ekki á farþegalista heldur landi hans, Arvydas Kepalas, sem ekki var með í för, en hann var skráður eigandi bifreiðarinnar samkvæmt breskum heimildarskjölum. Við skoðun bifreiðarinnar fundust fjögur ilmspjöld við aftursæti og í farangursgeymslu. Við nánari leit fundust átta 1,5 lítra plastflöskur, fylltar með hvítu dufti, sem komið hafði verið vandlega fyrir í eldsneytistanki. Við efnarannsókn reyndist vera um afar sterkt amfetamín að ræða. Hefði verið hægt að drýgja það og fá úr því um eða yfir 30 kíló af efni með ríflega 20 prósent styrkleika, til söludreifingar. Mönnunum, sem báðir hafa hlotið refsidóma í öðrum ríkjum, var jafnframt gert að greiða samanlagt eina og hálfa milljón í málsvarnarlaun og sakarkostnað.
Innlent Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira