Gerviliðaaðgerðir til skoðunar 24. nóvember 2006 00:00 Sjúklingar sem bíða eftir gerviliðaaðgerð þurfa allir að ganga í gegnum miklar þjáningar. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er vongóð um að fé fáist til biðlistaaðgerða með samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segist ætla að horfa sérstaklega til gerviliðaaðgerða fáist fjárveitingin. Alls 252 einstaklingar bíða eftir hné- eða mjaðmarliðsaðgerð á Landspítalanum og 429 eftir bæklunaraðgerð samkvæmt bráðabirgðatölum starfsemisupplýsinga Landspítalans sem birtar verða í næstu viku. 150 einstaklingar eru samanlagt á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir biðtíma eftir aðgerðum ekki hafa lengst mikið. „Við hefðum getað gert fleiri aðgerðir en það snýst ekki bara um peninga. Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur verulega niður á þessari starfsemi en aðal- vandinn er að það liggja inni hjá okkur sjúklingar sem eru útskriftarfærir.“ Jóhannes segir að á þeim tveimur deildum sem stundaðar eru bæklunarlækningar séu samanlagt 56 sjúklingar sem hafa beðið í rúmlega 1.600 daga árið 2006. „Miðað við að meðallegutími er fimm dagar þá hefðum við getað gert 320 fleiri aðgerðir í ár ef engin bið væri eftir að koma sjúklingum annað.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða sé til umræðu á Alþingi í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segir fjárveitinguna ekki í höfn en gerir sér góðar vonir um að hún verði samþykkt. „Við erum að skoða hvernig staðan er á hné- og mjaðmaraðgerðum þar sem biðin er lengri núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum því að leggja áherslu á þessar aðgerðir og hvort þarf ekki að veita fjármagni til þeirra sérstaklega af því fé sem fer til biðlistaaðgerða. Ég mun skoða það með velvilja þar sem það er óumdeilt að biðin er lengri eftir þessum aðgerðum nú en í fyrra.“ Sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða árið 2006 nýttist til 58 gerviliðaaðgerða sem skiptust jafnt á milli þeirra þriggja sjúkrahúsa sem annast þessa þjónustu. Jóhannes segir að ásókn í gerviliðaaðgerðir aukist jafnt og þétt vegna þess að þjóðin sé að eldast. Hann segir jafnframt að sú aukning muni halda áfram á næstu árum. Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra er vongóð um að fé fáist til biðlistaaðgerða með samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segist ætla að horfa sérstaklega til gerviliðaaðgerða fáist fjárveitingin. Alls 252 einstaklingar bíða eftir hné- eða mjaðmarliðsaðgerð á Landspítalanum og 429 eftir bæklunaraðgerð samkvæmt bráðabirgðatölum starfsemisupplýsinga Landspítalans sem birtar verða í næstu viku. 150 einstaklingar eru samanlagt á biðlista eftir gerviliðaaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnuninni á Akranesi. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir biðtíma eftir aðgerðum ekki hafa lengst mikið. „Við hefðum getað gert fleiri aðgerðir en það snýst ekki bara um peninga. Skortur á hjúkrunarfræðingum kemur verulega niður á þessari starfsemi en aðal- vandinn er að það liggja inni hjá okkur sjúklingar sem eru útskriftarfærir.“ Jóhannes segir að á þeim tveimur deildum sem stundaðar eru bæklunarlækningar séu samanlagt 56 sjúklingar sem hafa beðið í rúmlega 1.600 daga árið 2006. „Miðað við að meðallegutími er fimm dagar þá hefðum við getað gert 320 fleiri aðgerðir í ár ef engin bið væri eftir að koma sjúklingum annað.“ Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra segir að sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða sé til umræðu á Alþingi í tengslum við samþykkt fjárlaga fyrir árið 2007. Siv segir fjárveitinguna ekki í höfn en gerir sér góðar vonir um að hún verði samþykkt. „Við erum að skoða hvernig staðan er á hné- og mjaðmaraðgerðum þar sem biðin er lengri núna en á sama tíma í fyrra. Við ætlum því að leggja áherslu á þessar aðgerðir og hvort þarf ekki að veita fjármagni til þeirra sérstaklega af því fé sem fer til biðlistaaðgerða. Ég mun skoða það með velvilja þar sem það er óumdeilt að biðin er lengri eftir þessum aðgerðum nú en í fyrra.“ Sérstök fjárveiting til biðlistaaðgerða árið 2006 nýttist til 58 gerviliðaaðgerða sem skiptust jafnt á milli þeirra þriggja sjúkrahúsa sem annast þessa þjónustu. Jóhannes segir að ásókn í gerviliðaaðgerðir aukist jafnt og þétt vegna þess að þjóðin sé að eldast. Hann segir jafnframt að sú aukning muni halda áfram á næstu árum.
Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira