Biðtími fatlaðra barna mun styttast 24. nóvember 2006 01:00 Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR), segir að með fyrirhuguðum breytingum sé stefnt að fjögurra vikna biðtíma frá því beiðni berst og þar til hún er tekin fyrir í inntökuteymi stöðvarinnar. „Þau börn sem eru með alvarlega fatlanir ganga fyrir og þeirra málum verður flýtt eins og frekast er unnt. Aðstandendur barna með vægari fatlanir munu eiga kost á ráðgefandi áliti fagfólks greiningarstöðvarinnar og möguleika á endurkomu að einum til tveimur árum liðnum þar sem samanburður er gerður á stöðu þeirra.“ Breyttar áherslur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins taka gildi í byrjun næsta árs og segir Stefán þær vera í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins og gera ráð fyrir aukinni þjónustu við fötluð börn í nærumhverfi þeirra. Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. „Þessar breytingar munu einnig tryggja foreldrum umönnunarbætur og önnur réttindi á biðtímanum.“ Stefán segir bið eftir þjónustu hjá GRR geta verið langa. „Nú er biðtíminn frá sex mánuðum upp í tvö ár og 300 börn bíða greiningar. Af þessum hóip eru 206 börn á grunnskólaaldri en meðalbiðtími þeirra eru sextán mánuðir. Þau börn sem lengst hafa beðið hafa verið á lista hjá okkur í tæp þrjú ár. Stefnt er að því að eftir skipulagsbreytingarnar verði börn í virkri íhlutun á meðan þau bíða sem þýðir að fylgst er með framförum þeirra og með þessu móti nýtist biðtíminn betur.“ Stefán segir tilvísunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum og að nú fái stöðin 250 tilvísanir á ári. „Við gerðum ráð fyrir að þessi fjölgun væri tímabundin en nú hefur komið á daginn að hún er komin til að vera. Fjölgunina má að hluta til rekja til nýrri og nákvæmari greiningartækja. Stefán segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kalla á fjölgun starfsfólks GRR. Síðustu þrjú árin hafi sex sérfræðingar verið ráðnir til starfa og aðrir sex verði ráðnir á næstu tveimur árum en áætlaður heildarrekstrarkostnaður GRR á næsta ári sé um 300 milljónir. Stefán segir fyrirhugaða skipulagsbreytingu GRR verða prufukeyrða á næsta ári og síðan verði staðan tekin aftur. Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR), segir að með fyrirhuguðum breytingum sé stefnt að fjögurra vikna biðtíma frá því beiðni berst og þar til hún er tekin fyrir í inntökuteymi stöðvarinnar. „Þau börn sem eru með alvarlega fatlanir ganga fyrir og þeirra málum verður flýtt eins og frekast er unnt. Aðstandendur barna með vægari fatlanir munu eiga kost á ráðgefandi áliti fagfólks greiningarstöðvarinnar og möguleika á endurkomu að einum til tveimur árum liðnum þar sem samanburður er gerður á stöðu þeirra.“ Breyttar áherslur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins taka gildi í byrjun næsta árs og segir Stefán þær vera í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins og gera ráð fyrir aukinni þjónustu við fötluð börn í nærumhverfi þeirra. Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. „Þessar breytingar munu einnig tryggja foreldrum umönnunarbætur og önnur réttindi á biðtímanum.“ Stefán segir bið eftir þjónustu hjá GRR geta verið langa. „Nú er biðtíminn frá sex mánuðum upp í tvö ár og 300 börn bíða greiningar. Af þessum hóip eru 206 börn á grunnskólaaldri en meðalbiðtími þeirra eru sextán mánuðir. Þau börn sem lengst hafa beðið hafa verið á lista hjá okkur í tæp þrjú ár. Stefnt er að því að eftir skipulagsbreytingarnar verði börn í virkri íhlutun á meðan þau bíða sem þýðir að fylgst er með framförum þeirra og með þessu móti nýtist biðtíminn betur.“ Stefán segir tilvísunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum og að nú fái stöðin 250 tilvísanir á ári. „Við gerðum ráð fyrir að þessi fjölgun væri tímabundin en nú hefur komið á daginn að hún er komin til að vera. Fjölgunina má að hluta til rekja til nýrri og nákvæmari greiningartækja. Stefán segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kalla á fjölgun starfsfólks GRR. Síðustu þrjú árin hafi sex sérfræðingar verið ráðnir til starfa og aðrir sex verði ráðnir á næstu tveimur árum en áætlaður heildarrekstrarkostnaður GRR á næsta ári sé um 300 milljónir. Stefán segir fyrirhugaða skipulagsbreytingu GRR verða prufukeyrða á næsta ári og síðan verði staðan tekin aftur.
Innlent Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira