Biðtími fatlaðra barna mun styttast 24. nóvember 2006 01:00 Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR), segir að með fyrirhuguðum breytingum sé stefnt að fjögurra vikna biðtíma frá því beiðni berst og þar til hún er tekin fyrir í inntökuteymi stöðvarinnar. „Þau börn sem eru með alvarlega fatlanir ganga fyrir og þeirra málum verður flýtt eins og frekast er unnt. Aðstandendur barna með vægari fatlanir munu eiga kost á ráðgefandi áliti fagfólks greiningarstöðvarinnar og möguleika á endurkomu að einum til tveimur árum liðnum þar sem samanburður er gerður á stöðu þeirra.“ Breyttar áherslur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins taka gildi í byrjun næsta árs og segir Stefán þær vera í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins og gera ráð fyrir aukinni þjónustu við fötluð börn í nærumhverfi þeirra. Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. „Þessar breytingar munu einnig tryggja foreldrum umönnunarbætur og önnur réttindi á biðtímanum.“ Stefán segir bið eftir þjónustu hjá GRR geta verið langa. „Nú er biðtíminn frá sex mánuðum upp í tvö ár og 300 börn bíða greiningar. Af þessum hóip eru 206 börn á grunnskólaaldri en meðalbiðtími þeirra eru sextán mánuðir. Þau börn sem lengst hafa beðið hafa verið á lista hjá okkur í tæp þrjú ár. Stefnt er að því að eftir skipulagsbreytingarnar verði börn í virkri íhlutun á meðan þau bíða sem þýðir að fylgst er með framförum þeirra og með þessu móti nýtist biðtíminn betur.“ Stefán segir tilvísunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum og að nú fái stöðin 250 tilvísanir á ári. „Við gerðum ráð fyrir að þessi fjölgun væri tímabundin en nú hefur komið á daginn að hún er komin til að vera. Fjölgunina má að hluta til rekja til nýrri og nákvæmari greiningartækja. Stefán segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kalla á fjölgun starfsfólks GRR. Síðustu þrjú árin hafi sex sérfræðingar verið ráðnir til starfa og aðrir sex verði ráðnir á næstu tveimur árum en áætlaður heildarrekstrarkostnaður GRR á næsta ári sé um 300 milljónir. Stefán segir fyrirhugaða skipulagsbreytingu GRR verða prufukeyrða á næsta ári og síðan verði staðan tekin aftur. Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins (GRR), segir að með fyrirhuguðum breytingum sé stefnt að fjögurra vikna biðtíma frá því beiðni berst og þar til hún er tekin fyrir í inntökuteymi stöðvarinnar. „Þau börn sem eru með alvarlega fatlanir ganga fyrir og þeirra málum verður flýtt eins og frekast er unnt. Aðstandendur barna með vægari fatlanir munu eiga kost á ráðgefandi áliti fagfólks greiningarstöðvarinnar og möguleika á endurkomu að einum til tveimur árum liðnum þar sem samanburður er gerður á stöðu þeirra.“ Breyttar áherslur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins taka gildi í byrjun næsta árs og segir Stefán þær vera í takt við auknar kröfur þjóðfélagsins og gera ráð fyrir aukinni þjónustu við fötluð börn í nærumhverfi þeirra. Stefán segir stefnt að því að vinna betur í málum barna á meðan þau bíða þjónustu stofnunarinnar. „Þessar breytingar munu einnig tryggja foreldrum umönnunarbætur og önnur réttindi á biðtímanum.“ Stefán segir bið eftir þjónustu hjá GRR geta verið langa. „Nú er biðtíminn frá sex mánuðum upp í tvö ár og 300 börn bíða greiningar. Af þessum hóip eru 206 börn á grunnskólaaldri en meðalbiðtími þeirra eru sextán mánuðir. Þau börn sem lengst hafa beðið hafa verið á lista hjá okkur í tæp þrjú ár. Stefnt er að því að eftir skipulagsbreytingarnar verði börn í virkri íhlutun á meðan þau bíða sem þýðir að fylgst er með framförum þeirra og með þessu móti nýtist biðtíminn betur.“ Stefán segir tilvísunum hafa fjölgað mikið á undanförnum árum og að nú fái stöðin 250 tilvísanir á ári. „Við gerðum ráð fyrir að þessi fjölgun væri tímabundin en nú hefur komið á daginn að hún er komin til að vera. Fjölgunina má að hluta til rekja til nýrri og nákvæmari greiningartækja. Stefán segir fyrirhugaðar skipulagsbreytingar kalla á fjölgun starfsfólks GRR. Síðustu þrjú árin hafi sex sérfræðingar verið ráðnir til starfa og aðrir sex verði ráðnir á næstu tveimur árum en áætlaður heildarrekstrarkostnaður GRR á næsta ári sé um 300 milljónir. Stefán segir fyrirhugaða skipulagsbreytingu GRR verða prufukeyrða á næsta ári og síðan verði staðan tekin aftur.
Innlent Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira