Hjúkrunarfræðingur til starfa á Kleppi gegn vilja sínum 28. nóvember 2006 05:45 Atvik milli tveggja hjúkrunarfræðinga að næturlagi heima hjá öðrum þeirra varð til þess að yfirmaður þeirra taldi ófært að þeir störfuðu áfram saman á geðsviði Landspítalans við Hringbraut. Annar hjúkrunarfræðingurinn, 36 ára gömul kona, var því flutt til í starfi og sagt að mæta til vinnu á Kleppi. Konan sættir sig ekki við flutninginn og hefur stefnt spítalanum fyrir dómstóla. Málið kann að leiða til uppsagnar hennar. Atburðurinn sem leiddi til þess að ákveðið var að flytja konuna á Klepp varð aðfaranótt laugardagsins 3. september. Hinn hjúkrunarfræðingurinn, sem er karlmaður, kvartaði undan konunni og hinn 17. október var henni tilkynnt í bréfi frá deildarstjóra móttökugeðdeildar að ágreiningur þeirra tveggja myndi valda röskun á starfinu. Hún ætti því að mæta til vinnu á Kleppi. „Lýsing á atviki frá báðum aðilum, leiðir líkum að því að farsælast sé að hjúkrunarfræðingarnir vinni ekki náið saman á næstunni," segir í bréfi deildarstjórans. Hvorki lögmaður konunnar né spítalinn vilja upplýsa hvað á að hafa gerst umrædda nótt. Konan sótti um flýtimeðferð á málinu fyrir dómstólum sem höfnuðu því þar sem í ráðningarsamningi konunnar væri ákvæði um að hún gæti flust á milli deilda og að vinnutími og laun væru eins og áður. Þá myndi hún eftir sem áður verða styrkt af geðsviði í endurmenntun í hugrænni atferlismeðferð. Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Atvik milli tveggja hjúkrunarfræðinga að næturlagi heima hjá öðrum þeirra varð til þess að yfirmaður þeirra taldi ófært að þeir störfuðu áfram saman á geðsviði Landspítalans við Hringbraut. Annar hjúkrunarfræðingurinn, 36 ára gömul kona, var því flutt til í starfi og sagt að mæta til vinnu á Kleppi. Konan sættir sig ekki við flutninginn og hefur stefnt spítalanum fyrir dómstóla. Málið kann að leiða til uppsagnar hennar. Atburðurinn sem leiddi til þess að ákveðið var að flytja konuna á Klepp varð aðfaranótt laugardagsins 3. september. Hinn hjúkrunarfræðingurinn, sem er karlmaður, kvartaði undan konunni og hinn 17. október var henni tilkynnt í bréfi frá deildarstjóra móttökugeðdeildar að ágreiningur þeirra tveggja myndi valda röskun á starfinu. Hún ætti því að mæta til vinnu á Kleppi. „Lýsing á atviki frá báðum aðilum, leiðir líkum að því að farsælast sé að hjúkrunarfræðingarnir vinni ekki náið saman á næstunni," segir í bréfi deildarstjórans. Hvorki lögmaður konunnar né spítalinn vilja upplýsa hvað á að hafa gerst umrædda nótt. Konan sótti um flýtimeðferð á málinu fyrir dómstólum sem höfnuðu því þar sem í ráðningarsamningi konunnar væri ákvæði um að hún gæti flust á milli deilda og að vinnutími og laun væru eins og áður. Þá myndi hún eftir sem áður verða styrkt af geðsviði í endurmenntun í hugrænni atferlismeðferð.
Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira