Brotist var inn í tveggja hæða einbýlishús í Mosfellsbæ síðdegis á fimmtudaginn.
Þjófurinn eða þjófarnir spenntu upp glugga, rótuðu í skápum og skúffum og stálu heimabíómagnara, leikjatölvu, upptökuvélum og ýmsum öðrum rafeindatækjum. Auk þess var skartgripum, peningum og gjaldeyri stolið úr húsinu.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík nemur andvirði þýfisins hundruðum þúsunda, eða jafnvel milljónum króna.
Málið er í rannsókn hjá lögreglunni.