Norðmenn vænta þátttöku í kostnaði varnarsamstarfs 28. nóvember 2006 07:00 Anne-Grete Strøm-Erichsen Forsenda fyrir viðræðum um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varnir Íslands er að fyrir liggi trúverðugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræður milli landanna um framtíðarsamstarf á sviði öryggis- og varnarmála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður-Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-samstarfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystrasaltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustuþotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvélar taki þátt í því, enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslendingum. Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur bandalagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er fengin í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikninginn. Noregur hefur úr takmörkuðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostnaðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tækifæri gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra sitja fundinn í Ríga. Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Forsenda fyrir viðræðum um hugsanlega aukna aðkomu Norðmanna að því að tryggja varnir Íslands er að fyrir liggi trúverðugt mat á varnarþörfum landsins. Þetta segir Anne-Grete Strøm-Erichsen, varnarmálaráðherra Noregs, í samtali við Fréttablaðið. Á föstudaginn var urðu forsætisráðherrar Íslands og Noregs, Geir H. Haarde og Jens Stoltenberg, ásáttir um að í næsta mánuði skyldu hefjast formlegar viðræður milli landanna um framtíðarsamstarf á sviði öryggis- og varnarmála og eftirlit í Norðurhöfum. Strøm-Erichsen segir að það fyrirkomulag sem kunni að verða samið um til að styrkja varnir Íslands og eftirlit á Norður-Atlantshafi, eigi að sínu áliti að vera innan ramma NATO-samstarfsins. Eftirlitið með lofthelgi sem NATO hefur annast í Eystrasaltslöndunum gæti nýst sem fyrirmynd að því fyrirkomulagi. Hugsanlegt sé að norskar orrustuþotur og P-3 Orion-eftirlitsflugvélar taki þátt í því, enda sameiginlegir hagsmunir í húfi. En hún ítrekar að frumforsendan sé að fyrir liggi mat á þörfinni og að frumkvæðið komi frá Íslendingum. Íslensk stjórnvöld hafa grundvallarmat á varnarþörfum Íslands á hreinu og þar með forsendurnar fyrir því að fara út í viðræður við Norðmenn, að sögn Jóns Egils Egilssonar, yfirmanns varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Strøm-Erichsen tekur fram, að þegar niðurstaða sé fengin í það hvernig Noregur og önnur bandalagsríki í NATO geti komið að því að hlaupa undir bagga með Íslendingum, þurfi að ræða hvernig deila eigi kostnaðinum af hinu nýja fyrirkomulagi. Norski herinn hafi úr takmörkuðum fjármunum að spila. „Fyrst verðum við að sjá hvaða viðbúnað Íslendingar sjálfir telja að sé þörf á og þeir fá ekki lengur frá Bandaríkjamönnum. Þá getum við rætt hvað við Norðmenn, og aðrir NATO-bandamenn, getum lagt af mörkum. Þegar niðurstaða er fengin í þær viðræður er röðin komin að því að ræða hver skuli greiða reikninginn. Noregur hefur úr takmörkuðum sjóðum og búnaði að spila til að taka á sig slík aukin verkefni og því eðlilegt að rætt verði um kostnaðinn,“ segir Strøm-Erichsen. Spurð hvort hún vænti þess að málið verði rætt á leiðtogafundi NATO, sem hefst í Ríga í Lettlandi í dag, segist hún vonast til að tækifæri gefist til að ráðfærast eitthvað um framhaldið. Bæði Geir H. Haarde forsætisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra sitja fundinn í Ríga.
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“