Auðmenn ráði ekki útliti miðbæjarins 28. nóvember 2006 06:15 Skipulagsmál „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti miðbæjarins," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjölmargra sem mótmæla fyrirhuguðum breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borgaryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýtingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mælikvarða Laugavegarins." Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröftuglega. Auk þess að nefna fagurfræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólarljósi og verða fyrir miklum óþægindum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða" umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess" að halda útliti framhliðar Laugavegar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mótmælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþolandi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landakotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýndist," segir séra Auður Eir. Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Skipulagsmál „Það er óþolandi að fjármunir megi ráða útliti miðbæjarins," segir séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sem er ein fjölmargra sem mótmæla fyrirhuguðum breytingum á svokölluðum Frakkastígsreit. Samkvæmt hugmyndum Vatns og lands ehf., eiganda lóðarinnar sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu, verða húsin á reitnum rifin og 11.300 fermetra verslunarhús byggt í staðinn. Undir húsinu á að auki að vera bílakjallari á þremur hæðum. Mótmælin hafa streymt til borgaryfirvalda. Húsafriðunarnefnd ríkisins segir yfirdrifið byggingarmagnið vera algerlega úr takti við umhverfið og spilla einkennum Laugavegarins. Eindregið sé mælt með því að húsin númer 41, 43 og 45 verði ekki rifin. Varðveislan dragi ekki úr möguleikum á nýtingu reitsins: „Þvert á móti leysir hún mikinn vanda sem felst í því að laga alltof stóra nýbyggingu að smágerðum og litríkum mælikvarða Laugavegarins." Íbúar við Frakkastígsreitinn mótmæla uppbyggingunni kröftuglega. Auk þess að nefna fagurfræðilegar ástæður segjast þeir myndu tapa bæði útsýni og sólarljósi og verða fyrir miklum óþægindum vegna torgs sem verði í bakgarði nýja verslunarhússins. Búast megi við gífurlegu ónæði á framkvæmdatímanum. Rýnihópur um útlit bygginga í miðborginni segir nýbygginguna eiga að vera svo stóra að erfitt verði að hanna útlit hennar án þess að „misbjóða" umhverfinu. Að minnsta kosti ætti að leyfa steinhúsinu á Laugavegi 43 að standa áfram. Eigandi lóðanna segir reyndar í nýjustu tillögu sinni að „horft verði til þess" að halda útliti framhliðar Laugavegar 43. Séra Auður Eir segir í sínu mótmælabréfi til borgarinnar sem vitnað var til hér í upphafi að gamli húsastíllinn í miðbænum sé fjársjóður sem glapræði sé að eyðileggja með því að færa stíl nýrri hverfa inn í miðbæinn. Óþolandi sé að þeir sem eigi peninga til að kaupa gömul hús fái að rífa þau og byggja það sem þeim sýnist: „Þetta er jafn óþolandi og það væri ef auðfólk keypti Tjörnina og breytti henni í bílastæði, eða keypti Dómkirkjuna eða Landakotskirkju til að flytja burt eða gera við þær það sem þeim sýndist," segir séra Auður Eir.
Innlent Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira