Tíu banaslys á sjö árum rakin til þreytu ökumanns 28. nóvember 2006 06:30 Tíu banaslys á sjö ára tímabili eru rakin til syfju ökumanns. Myndin tengist fréttinni ekki. MYND/Vilhelm Tíu einstaklingar létust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést farþegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef ökumaður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stórlega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunverulega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 prósent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan-ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu viðurkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörgum tilfellum hvílast of lítið og tiltók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö prósent kvenna á Íslandi þjást af kæfi-svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag-syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakning þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerfinu. Gunnar Guðmundsson læknir . Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Tíu einstaklingar létust í umferðarslysum á Íslandi frá 1998 til 2005 vegna þess að ökumaður sofnaði undir stýri. Árið 2001 voru fjögur banaslys rakin til þessa en í öllum tilfellum lést farþegi í framsæti. Ástand þar sem einstaklingur er svo þreyttur að hann missir stjórn á bifreið sinni er talið jafn hættulegt og ef ökumaður er ölvaður undir stýri. Slysatíðni vegna syfju er talin stórlega vanmetin þar sem ökumenn viðurkenna ekki alltaf raunverulega orsök slyss og slys eru aldrei skráð nema öruggur vitnisburður sé fyrir hendi. Þetta kom fram í máli Gunnars Guðmundssonar, lungnalæknis á Landspítala, sem flutti erindi um syfju og akstur á umferðarþingi í gær. Einnig kom fram að tölur frá Umferðarstofu sýna að 13 prósent allra framanákeyrslna og 12 prósent tilfella þar sem ökumaður ekur útaf vegi eru vegna syfju. Erlendis eru 30 prósent framan-ákeyrslna og útafaksturs rakin til syfju og fjórir af hverjum tíu viðurkenna að hafa dottað undir stýri. Í umræðum um erindið kom fram sú spurning hvernig tengsl syfju og slysa eru metin. Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, sat fyrir svörum og sagði að syfja væri aldrei skráð sem orsök slyss nema öruggur vitnisburður væri fyrir hendi. Þess vegna telur hann öruggt að syfja sem orsök slysa sé stórlega vanmetin. Gunnar segir Íslendinga í mörgum tilfellum hvílast of lítið og tiltók margar ástæður þess vegna. Kæfisvefn er ein þessara ástæðna og hefur verið mikið rannsakaður. Fjögur prósent karla og tvö prósent kvenna á Íslandi þjást af kæfi-svefni. „Það er staðreynd að akstur skiptir miklu máli við kæfisvefn og tölur sýna að syfja getur verið jafn hættuleg og ölvun við akstur. Meðferð við kæfisvefni lagar dag-syfju og eykur færni til aksturs. Tölur sýna að ef 500 einstaklingar með kæfisvefn eru meðhöndlaðir eigum við að geta forðað einu banaslysi, 75 slysum þar sem fólk meiðist og 200 slysum þar sem verður tjón.“ Gunnar telur að vitundarvakning þurfi að verða hjá Íslendingum varðandi syfju og akstur. Eins bendir hann á nauðsyn þess að aðvörunarkerfi verði sett í bíla og vegi auk þess að gert verði ráð fyrir aðstöðu til hvíldar í vegakerfinu. Gunnar Guðmundsson læknir .
Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira