Blaðamaður réði sig til starfa á Grund 30. nóvember 2006 06:45 Bæta þarf þjónustu við aldraða til muna segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður hjá tímaritinu Ísafold, sem villti á sér heimildir þegar hún réði sig á elliheimilið Grund í vikutíma og skrifaði grein um aðbúnað vistmanna þar. Það hefur ekki gerst áður hér á Íslandi að blaðamaður beiti slíkum vinnubrögðum. Fyrri hluti greinarinnar birtist í blaðinu Ísafold sem kemur út í dag. Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar, segir að slík vinnubrögð séu ekki siðferðilega röng. „Þetta er eina leiðin til að komast að raunveruleikanum. Við viljum vita hvort við séum að fara nógu vel með gamla fólkið, hvernig því líður í raun inni á þessari stofnun,“ segir Reynir. Að sögn Reynis var öllum nöfnum vistmanna breytt í greininni og því komi umfjöllunin sér ekki illa fyrir neinn. Spurður segir Reynir að vissulega hafi Ingibjörg villt á sér heimildir, því þeir sem réðu hana í starfið vissu ekki að hún ætlaði að skrifa grein um reynslu sína í starfinu. Reynir segir að menn muni sjá meira af slíkum greinum í Ísafold. „Ef við ætlum að fylgja öllum siðferðisreglum þá munu fullt af hneykslismálum aldrei koma upp á yfirborðið,“ segir ritstjórinn og kallar þessi vinnubrögð „hina nýju blaðamennsku“. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gær að sú mynd sem Ingibjörg dregur upp af elliheimilinu sé nöturleg og að vinnubrögð Ísafoldar séu vafasöm. Hann sagði að ekki væri hægt að líða að Ingibjörg hafi logið sig inn í starfið og ýjaði að því að Grund myndi leita réttar síns fyrir dómstólum. Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Bæta þarf þjónustu við aldraða til muna segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður hjá tímaritinu Ísafold, sem villti á sér heimildir þegar hún réði sig á elliheimilið Grund í vikutíma og skrifaði grein um aðbúnað vistmanna þar. Það hefur ekki gerst áður hér á Íslandi að blaðamaður beiti slíkum vinnubrögðum. Fyrri hluti greinarinnar birtist í blaðinu Ísafold sem kemur út í dag. Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar, segir að slík vinnubrögð séu ekki siðferðilega röng. „Þetta er eina leiðin til að komast að raunveruleikanum. Við viljum vita hvort við séum að fara nógu vel með gamla fólkið, hvernig því líður í raun inni á þessari stofnun,“ segir Reynir. Að sögn Reynis var öllum nöfnum vistmanna breytt í greininni og því komi umfjöllunin sér ekki illa fyrir neinn. Spurður segir Reynir að vissulega hafi Ingibjörg villt á sér heimildir, því þeir sem réðu hana í starfið vissu ekki að hún ætlaði að skrifa grein um reynslu sína í starfinu. Reynir segir að menn muni sjá meira af slíkum greinum í Ísafold. „Ef við ætlum að fylgja öllum siðferðisreglum þá munu fullt af hneykslismálum aldrei koma upp á yfirborðið,“ segir ritstjórinn og kallar þessi vinnubrögð „hina nýju blaðamennsku“. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gær að sú mynd sem Ingibjörg dregur upp af elliheimilinu sé nöturleg og að vinnubrögð Ísafoldar séu vafasöm. Hann sagði að ekki væri hægt að líða að Ingibjörg hafi logið sig inn í starfið og ýjaði að því að Grund myndi leita réttar síns fyrir dómstólum.
Innlent Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira