Greiða 208 milljónir fyrir fjóra hektara 30. nóvember 2006 06:15 Norðlingaholt Verð fyrir lóðir í Norðlingaholti hefur hækkað stöðugt á undanförnum árum. MYND/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sammála um að fara með málið fyrir dóm," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfslokasamning við Kjartan Gunnarsson." Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 milljónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifanlegum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupphæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreiknað þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borgin yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borgarráði: „Það hefði væntanlega verið eðlilegt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir," segir Kristbjörg. Innlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur greitt 208 milljónir króna fyrir tæplega fjögurra hektara land í Norðlingaholti. Eigandinn var Kjartan Gunnarsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Upphæðin er í samræmi við úrskurð matsnefndar eignarnámsbóta frá því í mars. Í apríl lá hins vegar fyrir sú stefna í borgarráði að una ekki úrskurðinum heldur skjóta málinu til dómstóla. „Það er í raun með ólíkindum að taka kúvendingar í svona málum án þess að ráðfæra sig við borgarráð. Ég man ekki betur en að það hafi allir í borgarráði, meðal annars núverandi borgarstjóri, verið sammála um að fara með málið fyrir dóm," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. „Það er augljóslega mörgum spurningum ósvarað í þessu máli. En eitt er víst: Það getur ekki verið hlutverk borgarinnar að gera starfslokasamning við Kjartan Gunnarsson." Umleitanir um viðskiptin stóðu lengi án árangurs. Að lokum bauð Kjartan landið fyrir 130 milljónir króna en borgin vildi aðeins greiða fimmtíu milljónir. Matsnefnd eignarnámsbóta úrskurðaði síðan í mars á þessu ári að greiða ætti 208 milljónir króna. Í borgarráði í apríl var lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu borgarinnar þar sem sagt var fullt tilefni til að skjóta málinu til dómstóla því matið væri alltof hátt og ekki stutt neinum áþreifanlegum rökum, eins og sagði í umsögn Kristbjargar Stephensen, sem nú gegnir einnig starfi borgarritara tímabundið. Kristbjörg segir nú að fyrir matsnefndinni hafi borgin nefnt 111 milljónir króna sem hámarksupphæð sem síðan hafi verið greidd Kjartani í maí sem innáborgun. Eftir að hún hafi í sumar uppreiknað þessar 111 milljónir í samræmi við nýtt lóðaútboð í Norðlingaholti hafi aðeins munað á bilinu 20 til 30 milljónum króna á þeirri tölu og niðurstöðu matsnefndarinnar. Kristbjörg segist þá hafa skrifað minnisblað til Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra þar sem fram hafi komið að hún vildi ekki standa ein að þeirri ákvörðun að efna til dómsmáls þegar svo lítið bæri í milli og hætta væri á að borgin yrði jafnvel dæmd til að greiða enn hærri upphæð. Borgarstjóri hafi þá fallist á tillögu hennar um að una niðurstöðu matsnefndarinnar. Þessi ákvörðun var ekki kynnt borgarráði: „Það hefði væntanlega verið eðlilegt vegna stærðar málsins að kynna borgarráði að niðurstaðan hafi orðið önnur en leit út fyrir síðasta vor. En það fórst einfaldlega fyrir," segir Kristbjörg.
Innlent Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira