Leiðin til jafnvægis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 10. desember 2006 00:01 Ekkert er eins mikilvægt fyrir íslenskan almenning og að koma á jafnvægi í íslensku samfélagi og hagkerfi. Loforð stjórnarflokkanna til almennings um betri kjör í formi skattalækkana og hærri húsnæðislána hafa því miður reynst bjarnargreiði. Nýir útreikningar sýna að verðbólga undanfarinna ára, sem rekja má til efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, hefur étið upp allan ávinninginn af lægra skatthlutfalli hjá venjulegum fjölskyldum og það sem verra er, skuldabyrði þessara heimila hefur aukist verulega. Tökum dæmi af hjónum með 500.000 krónur heildartekjur á mánuði sem tóku 12,5 milljóna króna húsnæðislán til 20 ára árið 2003. Þessi hjón hefðu að öðru jöfnu fengið 110 þúsund krónur vegna lægri skatta á kjörtímabilinu. Verðbólgan hefur hins vegar hækkað afborgunina af húsnæðisláni þeirra um jafnháa upphæð, m.ö.o. skattalækkunin er öll farin í hærri afborganir af húsnæðisláninu. En það segir ekki alla söguna - uppreiknaður höfuðstóll húsnæðislánsins hefur hækkað um 1 milljón króna umfram það sem gerst hefði ef verðbólgan hefði verið í samræmi við markmið Seðlabankans. Sú hækkun veldur því að hjónin munu greiða vexti af þessari viðbótar milljón næstu 16 árin. Hvað er til ráða? Við þurfum að stuðla að nýju jafnvægi í efnahagsmálum, draga úr stóriðjuframkvæmdum sem valda krampakenndri þenslu en þess í stað skapa atvinnulífinu heilbrigt starfsumhverfi. Við getum dregið til okkar þekkingarfyrirtæki m.a. í fjármálastarfsemi en jafnvægi er alger forsenda þess að þau leiti hingað til lands. Við þurfum að styrkja þann grundvöll sem getur staðið undir öflugu þekkingarhagkerfi í landinu- menntastofnanir, öflugar samgöngur og háhraðanettengingu um land allt. Og við verðum að skoða af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu, því upptaka evru myndi - þegar fram líða stundir - stuðla að auknu jafnvægi í okkar efnahagsmálum, styrkja rekstrarskilyrði fyrirtækja og bæta verulega kjör heimilanna í landinu. Öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar flýja nú krónuna unnvörpum en íslenskur almenningur situr fastur í rússíbananum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert er eins mikilvægt fyrir íslenskan almenning og að koma á jafnvægi í íslensku samfélagi og hagkerfi. Loforð stjórnarflokkanna til almennings um betri kjör í formi skattalækkana og hærri húsnæðislána hafa því miður reynst bjarnargreiði. Nýir útreikningar sýna að verðbólga undanfarinna ára, sem rekja má til efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, hefur étið upp allan ávinninginn af lægra skatthlutfalli hjá venjulegum fjölskyldum og það sem verra er, skuldabyrði þessara heimila hefur aukist verulega. Tökum dæmi af hjónum með 500.000 krónur heildartekjur á mánuði sem tóku 12,5 milljóna króna húsnæðislán til 20 ára árið 2003. Þessi hjón hefðu að öðru jöfnu fengið 110 þúsund krónur vegna lægri skatta á kjörtímabilinu. Verðbólgan hefur hins vegar hækkað afborgunina af húsnæðisláni þeirra um jafnháa upphæð, m.ö.o. skattalækkunin er öll farin í hærri afborganir af húsnæðisláninu. En það segir ekki alla söguna - uppreiknaður höfuðstóll húsnæðislánsins hefur hækkað um 1 milljón króna umfram það sem gerst hefði ef verðbólgan hefði verið í samræmi við markmið Seðlabankans. Sú hækkun veldur því að hjónin munu greiða vexti af þessari viðbótar milljón næstu 16 árin. Hvað er til ráða? Við þurfum að stuðla að nýju jafnvægi í efnahagsmálum, draga úr stóriðjuframkvæmdum sem valda krampakenndri þenslu en þess í stað skapa atvinnulífinu heilbrigt starfsumhverfi. Við getum dregið til okkar þekkingarfyrirtæki m.a. í fjármálastarfsemi en jafnvægi er alger forsenda þess að þau leiti hingað til lands. Við þurfum að styrkja þann grundvöll sem getur staðið undir öflugu þekkingarhagkerfi í landinu- menntastofnanir, öflugar samgöngur og háhraðanettengingu um land allt. Og við verðum að skoða af fullri alvöru aðild að Evrópusambandinu, því upptaka evru myndi - þegar fram líða stundir - stuðla að auknu jafnvægi í okkar efnahagsmálum, styrkja rekstrarskilyrði fyrirtækja og bæta verulega kjör heimilanna í landinu. Öflug fyrirtæki og fjársterkir einstaklingar flýja nú krónuna unnvörpum en íslenskur almenningur situr fastur í rússíbananum. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun