Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool 20. desember 2006 00:01 Messi er framtíðarmaður hjá argentínska landsliðinu og spænska stórliðinu Barcelona, sem hann er samningsbundinn til 2014. nordicphotos/getty images Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn tilbúinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liverpool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barcelona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liverpool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfaranum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leikur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evrópumeistar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Maradona. Barcelona tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto"o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. elvargeir@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Messi er aðeins nítján ára en hann segir erfitt að fylgjast með samherjum sínum úr stúkunni og er farið að kitla í lappirnar. Hann hefur nú sett stefnuna á að vera orðinn tilbúinn í slaginn fyrir viðureign Börsunga gegn enska liðinu Liverpool í febrúar. „Ég held að það sé gott að setja mér það markmið að verða orðinn tilbúinn fyrir fyrri leikinn gegn Liverpool. Ég vil alls ekki missa af honum og tel mig eiga góðan möguleika á að spila hann. Ég er ekkert að stressa mig neitt vegna meiðslanna og veit það vel að maður má ekki flýta sér of mikið. Ég reyni að eyða eins miklum tíma og hægt er til að bati minn verði fullkominn. Ég gat ekki leikið gegn Chelsea en ég tel að Barcelona þurfi á hjálp minni að halda í leikjunum gegn Liverpool, þeir verða alls ekki auðveldir,“ sagði Messi. Hann telur að leikstíll Liverpool geti reynst erfiður fyrir sitt lið. „Þeir spila á Englandi en það er þó spænskur bragur á þjálfaranum og sumum leikmönnum. Þetta verður sérlega erfiður leikur fyrir Barcelona. Öll liðin sem eru komin áfram í keppninni eru mjög góð en ég tel að Liverpool, Lyon og Barcelona séu erfiðust viðureignar. Ég held samt að Liverpool hafi samt þó nokkrar áhyggjur fyrir þessa viðureign þar sem við erum núverandi Evrópumeistar og það skapar ótta,“ sagði Messi. Hann segir að von sín sé að liðið ferðist til Liverpool með góða stöðu og leiði þá í einvíginu um að komast áfram í næstu umferð. „Það yrði frábært að ná að sigra svona 2-0 eða 3-0 í fyrri leiknum. Það er líka mjög mikilvægt að við fáum ekki mark á okkur á Camp Nou til að forðast það að lenda í vandræðum á Anfield,” sagði Messi, sem hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í sóknarleik Barcelona en hann er yngsti leikmaður sem skorað hefur fyrir félagið í deildarleik. Honum hefur oft verið líkt við goðsögnina Diego Armando Maradona. Barcelona tapaði fyrir Internacional í úrslitaleik heimsmeistarakeppni félagsliða um síðustu helgi en stórt skarð var höggvið í sóknarleik liðsins þegar Messi og markaskorarinn Samuel Eto"o meiddust báðir illa á svipuðum tíma. Eiður Smári Guðjohnsen hefur því leikið stærra hlutverk í liði Börsunga á tímabilinu en margir bjuggust við. elvargeir@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira