Portsmouth staðfestir tilboð Gaydamak
Rússneski auðkýfingurinn Alexander Gaydamak hefur keypt helmingshlut í úrvalsdeildarliðinu Portsmouth. Þetta staðfesti félagið nú fyrir stundu og er þetta talið blása miklu lífi í fjárhag félagsins sem berst fyrir lífi sínu í úrvalsdeildinni.