Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, segist þess fullviss að Jermain Defoe fái fast sæti í HM-hóp Englendinga í sumar þó hann sé ekki fastamaður í byrjunarliði Tottenham um þessar mundir.
"Ég hef engar áhyggur af Jermain þó hann sé ekki í byrjunarliði okkar í augnablikinu. Hann mun fá að spila sína leiki. Ég mundi frekar hafa áhyggjur af honum ef hann væri að spila illa og gæfi sig 80% í leikina. Hann hefur hinsvegar verið sjóðandi heitur þegar hann hefur komið inná sem varamaður fyrir okkur og hann er í raun eini maðurinn í liði okkar sem getur skapað eitthvað úr engu. Landsliðsþjálfarinn veit vel hvað Defoe er hættulegur þegar hann kemur inná sem varamaður og ég held að hann verði valinn í landsliðið fyrir HM hvort sem hann er í byrjunarliðinu hjá okkur eða ekki," sagði Martin Jol.