Rannsóknardeildin réð úrslitum 4. janúar 2006 10:53 Frá Akranesi MYND/GVA Lögreglan á Akranesi verður lykilembætti á Vesturlandi samkvæmt ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra en ekki Borgarnes eins og nefnd sem gerði tillögur um fækkun lögregluumdæma gerði tillögu um. Björn segir helstu ástæðuna fyrir breytingunni þá að rannsókn lögreglumála sé eitt af stærstu verkefnum lykilembætta og mikil og góð reynsla sé af rannsóknastarfi á Akranesi. Upphaflega var lagt til að Borgarnes yrði að lykilembætti. Það fór fyrir brjóstið á sveitarstjórnarmönnum á Akranesi sem óttuðust að vægi lögreglunnar á Akranesi minnkaði, ekki síst vegna þess að þá yrði rannsóknardeildin að líkindum flutt til Borgarness. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að hafa Akranes lykilembætti hefur hins vegar valdið óánægju, líkt og kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi. Björn gerir grein fyrir ástæðunum að baki ákvörðun sinni í pistli á heimasíðu sinni: "...rök mín eru þau, að löng og góð reynsla er af rannsókn lögreglumála á Akranesi, en lykilembætti gegna einmitt lykilhlutverki á því sviði. Taldi ég, að sú efnislega ástæða ætti að vega þyngra en lega Borgarness." Björn svarar einnig gagnrýni bæjarstjóranna í Kópavogi og Hafnarfirði í fréttum NFS í gærkvöldi á stofnun nýs lögregluembættis á höfuðborgarsvæðinu. "Með því að stofna nýtt lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu frekar en fella minni embætti inn í hið stærsta er komið til móts við sjónarmið, sem fram komu á kynningarferli málsins, en það hefur staðið í tæplega eitt ár. Markmið breytinganna er að efla löggæslu en ekki draga úr henni eins og mátti skilja á orðum bæjarstjórans í Hafnarfirði. Ég átta mig ekki á því með hvaða rökum hann heldur þeirri skoðun fram - hitt er síðan alþekkt, að margir óttast breytingar í stað þess að sjá tækifæri í þeim og leggja sig því ekki fram um að nýta þau - þeir sitja einnig oft eftir með sárt enni." Fréttir Innlent Lög og regla Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira
Lögreglan á Akranesi verður lykilembætti á Vesturlandi samkvæmt ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra en ekki Borgarnes eins og nefnd sem gerði tillögur um fækkun lögregluumdæma gerði tillögu um. Björn segir helstu ástæðuna fyrir breytingunni þá að rannsókn lögreglumála sé eitt af stærstu verkefnum lykilembætta og mikil og góð reynsla sé af rannsóknastarfi á Akranesi. Upphaflega var lagt til að Borgarnes yrði að lykilembætti. Það fór fyrir brjóstið á sveitarstjórnarmönnum á Akranesi sem óttuðust að vægi lögreglunnar á Akranesi minnkaði, ekki síst vegna þess að þá yrði rannsóknardeildin að líkindum flutt til Borgarness. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að hafa Akranes lykilembætti hefur hins vegar valdið óánægju, líkt og kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi. Björn gerir grein fyrir ástæðunum að baki ákvörðun sinni í pistli á heimasíðu sinni: "...rök mín eru þau, að löng og góð reynsla er af rannsókn lögreglumála á Akranesi, en lykilembætti gegna einmitt lykilhlutverki á því sviði. Taldi ég, að sú efnislega ástæða ætti að vega þyngra en lega Borgarness." Björn svarar einnig gagnrýni bæjarstjóranna í Kópavogi og Hafnarfirði í fréttum NFS í gærkvöldi á stofnun nýs lögregluembættis á höfuðborgarsvæðinu. "Með því að stofna nýtt lögregluembætti á höfuðborgarsvæðinu frekar en fella minni embætti inn í hið stærsta er komið til móts við sjónarmið, sem fram komu á kynningarferli málsins, en það hefur staðið í tæplega eitt ár. Markmið breytinganna er að efla löggæslu en ekki draga úr henni eins og mátti skilja á orðum bæjarstjórans í Hafnarfirði. Ég átta mig ekki á því með hvaða rökum hann heldur þeirri skoðun fram - hitt er síðan alþekkt, að margir óttast breytingar í stað þess að sjá tækifæri í þeim og leggja sig því ekki fram um að nýta þau - þeir sitja einnig oft eftir með sárt enni."
Fréttir Innlent Lög og regla Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Fleiri fréttir „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Sjá meira