Hinn tvítugi Anton Ferdinand hjá West Ham hefur undirritað nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2010. Ferdinand hefur verið hjá félaginu allar götur síðan 2001 og er aðeins tvítugur. "Ég er í skýjunum yfir því að búið sé að semja við Anton, hann á eftir að gera stóra hluti í framtíðinni," sagði Alan Pardew, stjóri West Ham. Þess má geta að Anton er bróðir Rio Ferdinand hjá Manchester United.
