Eiður Smári Guðjohnsen tryggði Chelsea 2-1 sigur á Huddersfield í enska bikarnum í dag með marki á 82. mínútu. Carlton Cole kom Chelsea yfir í leiknum, en Huddersfield sýndi mikla seiglu og náði að jafna, áður en Eiður Smári gerði út um leikinn í lokin. Eiður var fyrirliði Chelsea í dag.
