Danir dæmdir fyrir mannréttindabrot 12. janúar 2006 20:00 Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. Annemette Hommel, höfuðsmaður í danska hernum, sem hér sést ganga að héraðsdómi Kaupmannahafnar í dag, var fundin sek um að hafa, ásamt fjórum undirmönnum sínum, gerst sek um að niðurlægja fangana með ýmsu móti. Bæði hefðu þau notað um þá niðrandi orð og látið þá krjúpa í óþægilegum stellingum í langan tíma. Hins vegar voru þau sýknuð af nokkrum öðrum ákærum, meðal annars að hafa neitað föngum um vatn. "Ég er mjög glöð og hamingjusöm með þá hluta málsins þar sem ég var sýknuð," sagði Hommel eftir að dómurinn var fallinn. "Mér finnst dómstóllinn hafa beitt óþarflega mikilli hörku í hinum þáttum málsins. Það get ég ekki sætt mig við. Ég mun óska eftir þvví við Hæstarétt að hann taki málið upp og við lögmaður minn höfum ákveðið að mæla með því við Hæstarétt að ég verði sýknuð. Það er ekkert ákveðið enn sem komið er." Atburðirnir áttu sér stað í danskri herstöð í borginni Basra í suðurhluta Íraks í mars á síðasta ári. Þar sem Hommel hafði ekki fengið skýr fyrirmæli um hvað mætti og hvað mætti ekki við yfirheyrslurnar, var ekki kveðin upp refsing yfir sakborningunum. sagði í dómnum að Hommel hefði ítrekað beðið um að fá slík fyrirmæli, en án árangurs. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku, enda er um að ræða fyrsta dómsmálið sem tengist dönskum hermönnum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. Annemette Hommel, höfuðsmaður í danska hernum, sem hér sést ganga að héraðsdómi Kaupmannahafnar í dag, var fundin sek um að hafa, ásamt fjórum undirmönnum sínum, gerst sek um að niðurlægja fangana með ýmsu móti. Bæði hefðu þau notað um þá niðrandi orð og látið þá krjúpa í óþægilegum stellingum í langan tíma. Hins vegar voru þau sýknuð af nokkrum öðrum ákærum, meðal annars að hafa neitað föngum um vatn. "Ég er mjög glöð og hamingjusöm með þá hluta málsins þar sem ég var sýknuð," sagði Hommel eftir að dómurinn var fallinn. "Mér finnst dómstóllinn hafa beitt óþarflega mikilli hörku í hinum þáttum málsins. Það get ég ekki sætt mig við. Ég mun óska eftir þvví við Hæstarétt að hann taki málið upp og við lögmaður minn höfum ákveðið að mæla með því við Hæstarétt að ég verði sýknuð. Það er ekkert ákveðið enn sem komið er." Atburðirnir áttu sér stað í danskri herstöð í borginni Basra í suðurhluta Íraks í mars á síðasta ári. Þar sem Hommel hafði ekki fengið skýr fyrirmæli um hvað mætti og hvað mætti ekki við yfirheyrslurnar, var ekki kveðin upp refsing yfir sakborningunum. sagði í dómnum að Hommel hefði ítrekað beðið um að fá slík fyrirmæli, en án árangurs. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku, enda er um að ræða fyrsta dómsmálið sem tengist dönskum hermönnum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira