Ísland sigraði Noreg
Íslenska landsliðið í handknattleik lagði það norska í æfingaleik þjóðanna í Noregi í kvöld 31-30, en leikurinn var upphitun fyrir æfingamót sem fram fer þar í landi á næstu dögum. Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason voru atkvæðamestir í íslenska liðinu með 6 mörk hvor. Íslenska liðið leikur við Katar og Norðmenn á æfingamótinu á næstu dögum.
Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn



Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn

