Framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United var í dag útnefndur leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Rooney skoraði fimm mörk í sjö leikjum í desember og hefur því alls skorað tíu mörk í deildinni. Þetta er í annað sinn sem hinn tvítugi leikmaður hlýtur þennan heiður, en hann var áður kjörinn leikmaður mánaðarins í febrúar í fyrra.
