Southampton hefur neitað tilboði upp á rúmlega tólf milljónir punda í hinn kornunga Theo Walcott. Að sögn forráðamanna Southampton eru Chelsea að undirbúa enn stærra boð í framherjann efnilega. Samkvæmt stjóra Southampton, George Burley, munu þeir vera með 15 milljóna punda tilboð í bígerð. Þessi gríðarlega efnilegi leikmaður hefur heillað marga með leiftrandi hraða og tækni og ljóst er að ekki mun líða langur tími þangað til hann kveður St. Mary's. Walcott er sjálfur mest spenntur fyrir því að flytja sig yfir til Arsenal þar sem líklegra er að hann fengi að spila reglulega í aðalliði. Burley er hins vegar á því að það besta sem hann geti gert á þessum tímapunki sé að halda áfram hjá Southampton enn um sinn. ,,Það verður að hlúa að hæfileikum piltsins og það er best gert hér hjá Southampton."
Southampton neitar tilboði Arsenal

Mest lesið


Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn


Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
