Nú er kominn hálfleikur í fimm af sjö leikjum sem eru á dagskrá í kvöld í enska bikarnum. Staðan í leik Leeds og Wigan er jöfn 1-1, en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Utandeildarliðið Tamworth er yfir 1-0 gegn Stoke City og jafnt er hjá Birmingham og Torquay United.
Middlesbrough hefur yfir 1-0 gegn Nuneaton þegar skammt er til hálfleiks og West Brom hefur yfir 2-0 á útivelli gegn Reading.