Nýliðar Wigan í ensku úrvalsdeildinni fengu í dag til sín miðjumanninn David Thompson frá Blackburn, en Thompson hefur fá tækifæri fengið með liði sínu í vetur eftir að hafa barist við þrálát meiðsli. Wigan tekur við samningi hans út árið. Þá er talið víst að Wigan muni ganga frá samningi við hinn lítt notaða Neil Mellor hjá Liverpool fljótlega.
