Everton gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal, 1-0 á heimavelli sínum, Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. James Beattie skoraði eina mark leiksins á 13. mínútu. Þar með mistókst Arsenal að hrifsa 4. sæti deildarinnar af Tottenham sem þar situr þremur stigum ofar með 40 stig. Everton lyfti sér hins vegar upp í 11. sætið með 29 stig.
6 leikir eru eftir á dagskrá deildarinnar í dag og hefjast allir kl. 15 nema leikur W.B.A. og Sunderland sem hefst kl. 17.15. Aðrir leikir eru sem hér segir;
Birmingham - Portsmouth
Bolton - Man City
Middlesbrough - Wigan
Newcastle - Blackburn
Tottenham - Aston Villa

