Graeme Souness heldur enn starfi sínu sem knattspyrnustjóri Newcastle eftir að hafa átt fund með stjórnarformanni félagsins í dag. Margir voru á því að Souness yrði rekinn í dag eftir enn eitt tap liðsins um helgina, en þeir Freddy Shepherd og Souness áttu aðeins tíu mínútna langan fund eftir hádegið þar sem Souness sagði að þeir hefðu ræðst við á jákvæðum nótum.
