Varnarmaðurinn John Oshea hjá Manchester United verður frá í einn til einn og hálfan mánuð eftir að í ljós kom að hann er með brákuð rifbein. O´Shea hlaut meiðslin í leiknum gegn Burton Albion á dögunum og þurfti að fara meiddur af velli í leiknum við Liverpool um helgina vegna meiðslanna. Fyrr í dag varð ljóst að Paul Scholes getur ekki spilað meira með liðinu á leiktíðinni.
O´Shea meiddur í 4-6 vikur
