Úrvalsdeildarlið Liverpool er nú sagt vera nálægt því að landa vængmanninum Victor frá spænska liðinu Deportivo La Curuna. Victor er ekki í hóp liðsins gegn Atletico Madrid um helgina og talið er að hann muni hitta forráðamenn enska liðsins til að ganga frá læknisskoðun og samningi á morgun.

