Björn Ingi gefur lítið fyrir ásakanir Kristins H. 29. janúar 2006 13:13 MYND/Anton Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær. Hann segist bjartsýnn á að fylgi flokksins muni aukast fyrir kosningarnar. Björn Ingi fékk 1794 atkvæði í fyrsta sæti en Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi varð önnur með 1308 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá varð Óskar Bergsson í þriðja sæti í prófkjörinu með 1488 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti en þessi þrjú sóttust eftir að leiða lista framsóknarmanna. Í fjórða til sjötta sæti koma svo þrjár konur, þær Marsibil Sæmundardóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Alls greiddu 3.908 atkvæði í prófkjörinu, þar af um þúsund utan kjörfundar. Björn Ingi var sigurreifur þegar NFS náði tali af honum í morgun. Hann sagði þetta afgerandi sigur og þakkaði hann stuðningsmönnum og íbúum borgarinnar fyrir stuðninginn. Björn segist hafa lagt upp með að vera jákvæður og málefnalegur í kosningabaráttunni sem hann telur að hafi tekist. Aðspurður hvort þessi nokkuð afgerandi niðurstaða hafi komið sér á óvart svarar hann „já og nei". Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur í morgun og voru þau skilaboð á talhólfi hennar að hún yrði erlendis næstu daga. Óskar Bergsson sagðist í samtali fréttastofu í morgun ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann taki þriðja sætið. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum NFS í gær að hópur háttsettra einstaklinga og forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári. Björn Ingi gefur lítið fyrir þessar ásakanir og segir að Kristinn verði að finna þeim stað. Framsóknarmenn séu ekki að hugsa núna um prófkjör eða uppstillingar fyrir þingkosningarnar. „Ég veit ekki hvað þessi maður er að tala um," segir Björn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og varaþingmaður, leiðir lista framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum í vor en hann vann nokkuð öruggan sigur í prófkjöri flokksins í borginni í gær. Hann segist bjartsýnn á að fylgi flokksins muni aukast fyrir kosningarnar. Björn Ingi fékk 1794 atkvæði í fyrsta sæti en Anna Kristinsdóttir borgarfulltrúi varð önnur með 1308 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Þá varð Óskar Bergsson í þriðja sæti í prófkjörinu með 1488 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti en þessi þrjú sóttust eftir að leiða lista framsóknarmanna. Í fjórða til sjötta sæti koma svo þrjár konur, þær Marsibil Sæmundardóttir, Ásrún Kristjánsdóttir og Elsa Ófeigsdóttir. Alls greiddu 3.908 atkvæði í prófkjörinu, þar af um þúsund utan kjörfundar. Björn Ingi var sigurreifur þegar NFS náði tali af honum í morgun. Hann sagði þetta afgerandi sigur og þakkaði hann stuðningsmönnum og íbúum borgarinnar fyrir stuðninginn. Björn segist hafa lagt upp með að vera jákvæður og málefnalegur í kosningabaráttunni sem hann telur að hafi tekist. Aðspurður hvort þessi nokkuð afgerandi niðurstaða hafi komið sér á óvart svarar hann „já og nei". Ekki náðist í Önnu Kristinsdóttur í morgun og voru þau skilaboð á talhólfi hennar að hún yrði erlendis næstu daga. Óskar Bergsson sagðist í samtali fréttastofu í morgun ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann taki þriðja sætið. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum NFS í gær að hópur háttsettra einstaklinga og forystufólks innan Framsóknarflokksins, tengd Birni Inga, muni reyna að hafa áhrif til að koma Kristni, og jafnvel fleiri þingmönnum flokksins, af framboðslista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar á næsta ári. Björn Ingi gefur lítið fyrir þessar ásakanir og segir að Kristinn verði að finna þeim stað. Framsóknarmenn séu ekki að hugsa núna um prófkjör eða uppstillingar fyrir þingkosningarnar. „Ég veit ekki hvað þessi maður er að tala um," segir Björn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira